
![]() | ![]() | ![]() | ![]() |
---|---|---|---|
![]() | ![]() | ![]() | ![]() |
![]() | ![]() | ![]() | ![]() |
![]() | ![]() | ![]() | ![]() |
![]() |
Velkomin til Vestmannaeyja
Gistiheimilið Árný er rótgróinn gististaður með 7 herbergjum og leitumst við eftir því að gera heimsókn þína til Vestmannaeyja sem hluta af eftirminnanlegri upplifun. Við erum staðsett á rólegum og þægilegum stað á Illugagötu 7, rétt við íþróttasvæði bæjarins þaðan sem stutt er í allar áttir, hvort sem það er til að skoða fallega náttúru eða sækja viðburði eða afþreyingu. Gott netsamband er í húsinu. Aðgangur er að fullbúnu eldhúsi að degi til, sem og að kaffi og te, stofu með flatskjá/Netflix og sólstofu með frábæru útsýni yfir bæinn, eldfjöllin og hraunið.
Tveggja herbergja íbúð með sérinngangi er í boði á neðri hæð. Tekur hún 5 manns í rúm og hefur hún eldhúskrók með öllu sem til þarf í eldhúsið. Aðgangur er að stofu og sólstofu á efri hæð gistiheimilisins. Morgunmatur er í boði fyrir hópa 8 manns+ yfir sumartímabilið 1.júní- 31.ágúst. (Bókist með fyrirvara)