Velkomin til Vestmannaeyja
Gistiheimilið Árný er rótgróinn gististaður með 7 herbergjum og leitumst við eftir því að gera heimsókn þína til Vestmannaeyja sem hluta af eftirminnanlegri upplifun. Við erum staðsett á rólegum og þægilegum stað á Illugagötu 7, rétt við íþróttasvæði bæjarins þaðan sem stutt er í allar áttir, hvort sem það er til að skoða fallega náttúru eða sækja viðburði eða afþreyingu. Gott netsamband er í húsinu. Aðgangur er að fullbúnu eldhúsi að degi til, sem og að kaffi og te, stofu með flatskjá og sól stofu með frábæru útsýni yfir bæinn, eldfjöllin og hraunið.
Tveggja herbergja íbúð með sérinngangi er í boði á neðri hæð. Tekur hún 5 manns í rúm og hefur hún eldhúskrók með öllu sem til þarf í eldhúsið. Aðgangur er að stofu og sólstofu á efri hæð gistiheimilisins.