Um okkur

Gistiheimilið Árný er vinalegur gististaður sem leitast við að þjónusta gesti sína á persónulegan hátt.

Við bjóðum upp á 7 mismunandi herbergi til að velja úr, allt eftir þínum þörfum, þ.á.m. 5 manna íbúð með sér inngangi.

Auka rúm og barnarúm eru möguleg, vinsamlegast takið slíkt fram við bókun til að fá staðfest.

Staðsetning er í hljóðlátu umhverfi, stutt frá íþróttasvæði bæjarins og sundlaug, aðeins í um 10 mínútna göngufæri frá Herjólfi gegnum miðbæinn.

Morgunverður er í boði (nema yfir TM-mót, Orkumót og Þjóðhátíð). Valfrjálst er að bóka herbergi með eða án morgunverðar. Aðgangur er að fullbúnu eldhúsi, setustofu með flatskjá (Netflix og Amazon Prime) og hægt er að setjast niður í sólhúsi með kaffi eða te í hönd og njóta frábærs útsýnis yfir eyjuna. Nægt pláss er fyrir fjölskyldur til að borða saman ásamt dóti og spilum fyrir krakkana. Tvær tegundir nuddtækja er til staðar við Lazy boy stól í stofunni þar sem hægt er að mýkja líkamannn eftir göngu dagsins. Gott netsamband er í öllum herbergjum. Öll herbergi hafa uppábúin rúm og handklæði með. Sameiginleg baðherbergi. Almennu rýmin í húsinu (Eldhús, stofa og sól stofa) loka kl 22:00 til að tryggja gestum svefnfrið, að undanskildu ef hópur bókar allt húsið. Næg bílastæði er fyrir framan húsið.

Verð:

1.-31.maí 2020:

1m = 8.000

2m = 10.000

3m = 12.000

4 m.fjölskyldu herbergi = 14.000

Íbúð með sér inngangi fyrir allt að 5 manns = 22.000.


1.júní-30.sept:

1m = 10.000

2.m = 12.000

3.m = 14.000

4.m. fjölskyldu herbergi = 16.000

Íbúð með sér inngangi fyrir allt að 5 manns = 22.000. 

Yfir sumartímann 1.júní- 31.ágúst er boðið upp á morgunverðar hlaðborð og er verð 1500 og 1000 fyrir 4-11 ára.

Bókun á gistingu í maí á þessu hagstæða verði fer fram gegnum síma 690-9998 eða á emaili (info@arny.is), hærra verð er á bókunarsíðum, 

annars í sumar gegnum heimasíðuna www.arny.is, gegnum email eða í síma 690-9998. (Undanskilið þessum verðum eru TM-Orkumót & Þjóðhátíð).

Öll verð eru aðgengileg með því að smella á bláa bókunarhnappinn sem leiðir inn á bókunarsíðu.

Íbúð

Tveggja herbergja íbúð með sérinngangi eru í boði til leigu í húsinu. Norðurljósa þema er í henni og hefur rúm fyrir 5 manns, eldhúskrók, borð og stóla ásamt baðherbergi með sturtu. Auka rúm og barnarúm eru möguleg. Morgunverður er í boði á aðalhæð hússins, gott er að taka slíkt fram við bókun ef óskað er morgunverðar. Þeir sem bóka íbúð eru einni velkomin að nýta sér sólstofuna á efri hæð til að borða saman.

ATH: TM mót, Orkumót og Þjóðhátíð 2020: Orkumót og Þjóðhátíð eru uppbókuð en laust er yfir TM mót. Bókast gegnum síma eða email.

Uppfært 8.maí: dagsetningar halda sér samkvæmt nýjustu fréttum frá ÍBV.

Opnunartímar:

Gistiheimilið starfar að mestu frá apríl til október. Aðra mánuði er hægt að bóka fyrir hópa (með og án morgunverðar) eða að leigja herbergi til lengri tíma. Hafið samband í síma eða sendið email um upplýsingar ef áhugi er á slíku.

Verið velkomin á Gistiheimilið Árný.

 

Ég heiti Guðjón Ólafsson, kallaður Gaui. 

Gistiheimilið Árný er staðsett í húsinu sem ég ólst upp í. Húsið var áður í eigu foreldra minna sem ráku gistiheimilið í tæpa tvo áratugi áður en þau hættu rekstri árið 2014. Ég opnaði aftur í janúar 2017. 

Markmið mitt er að bjóða upp á ánægjulega upplifun í fallegum herbergjum og veita góða þjónustu á meðan heimsókn þinni til eyja stendur til að þú takir hlýjar minningar með þér til baka.

Vestmannaeyjar eiga magnaða sögu í gegnum aldirnar og eyjaskeggjar eru stoltir af uppruna sínum. Eldgosið 1973 eru auðvitað stór atburður þar sem líf eyjamanna breyttist á svipstundu og innfæddir tala enn um "fyrir og eftir gos". Svo margt áhugavert og spennandi er að skoða í eyjum, náttúruna, mannlífið og söfn.

Bókunar reglur:

Innritun og brottför:  Innritun hefst kl 14:00 og brottför er fyrir kl 11 á morgnana.

Við bókun eru kreditkortaupplýsingar teknar niður en endurgreiðsla er allt fram að 2 dögum (48 klst) fyrir komudag.

Innan 24 klst er engin endurgreiðsla fyrir fyrstu bókuðu nótt. Ef viðkomandi mætir ekki er engin endurgreiðsla.

Ef bókað er frá öðrum bókunarvefum þá er stuðst við reglur þeirra um endurgreiðslu.

Morgunverður:

Verð 1500 kr p.dag p.mann og 1000 kr fyrir 4-11 ára. Í boði 1.júní-31.ágúst.

Börn og aukarúm:

Í hverju herbergi getur eitt barn, 3 ára og yngri, dvalið án greiðslu í þeim rúmum sem fyrir eru í herberginu.

2000 kr gjald er fyrir barnarúm með sæng og sængurveri óháð lengd dvalar. 

Fyrir einn einstakling 12 ára eða eldri er innheimt 2000kr á nótt í aukarúmi.

Fyrir eitt barn 11 ára og yngri er innheimt 2000kr á nótt í aukarúmi.

Aukarúm eða ungbarnarúm eru möguleg í öllum herbergjum og er hámarksfjöldi eitt.

Allar gerðir aukarúma eða barnarúma eru afgreiddar eftir beiðni (email eða hringja) og þurfa að vera staðfestar af gistiheimilinu.

Viðbætur reiknast ekki sjálfkrafa inn í heildarverð í bókunarkerfi og greiðast aukalega.

TM mótið, Orkumótið og Þjóðhátíð 2020:

Strangari bókunarreglur gilda fyrir þessar dagsetningar. Greiðsla fer fram við bókun og er 30 daga afbókunar tími fyrir áætlaða komu með 90% endurgreiðslu. Innan 30 daga er engin endurgreiðsla. Bókanir fara fram gegnum síma (6909998) eða info@arny.is.

Taka skal fram að morgunverður er ekki í boði yfir þessa daga en fullbúið eldhús með ísskáp, borði og stólum er í boði fyrir gesti. Hægt er að hella upp á kaffi og te í eldhúsinu. Stofan/sólhús er lokað þessa daga og því aðeins skertari almenningsrými þessa daga.

 

For additional info

please call:​ (354) 690 9998

Nánari upplýsingar í síma:

690 9998

© 2023 by SEA B&B. Proudly created with Wix.com