top of page

Um okkur

Gistiheimilið Árný er vinalegur gististaður sem leitast eftir að þjónusta gesti sína vel.

Húsið er á þremur hæðum með aðal inngang á miðhæð. Á miðhæð & risi eru samtals 5 herbergi.

Einnig býð ég upp á gistingu í íbúð á jarðhæð með sér inngangi og eru tvö svefnherbergi þar.

Auka rúm og barnarúm eru möguleg, vinsamlegast takið slíkt fram við bókun til að fá staðfest.

Staðsetning er í hljóðlátu umhverfi, stutt frá íþróttasvæði bæjarins og sundlaug, aðeins í um 12 mínútna göngufæri frá Herjólfi gegnum miðbæinn.

Herbergin eru með uppábúnum rúmum og handklæðum. Sameiginleg baðherbergi, nema í íbúð. Aðgangur er að fullbúnu eldhúsi, stofu með flatskjá og hægt er að setjast niður í sólhúsi með kaffi eða te í hönd og njóta frábærs útsýnis yfir eyjuna. Gott pláss er fyrir fjölskyldur til að borða saman ásamt dóti og spilum fyrir krakkana. Næg bílastæði eru fyrir framan húsið og gott netsamband í öllum herbergjum og almennum rýmum. Almennu rýmin í húsinu (eldhús, stofa og sól stofa) loka kl 22:00 til að tryggja gestum svefnfrið, að undanskildu ef hópur bókar allt húsið.

Innritun er einföld. Tveimur dögum fyrir komu sendi ég aIIar uppIýsingar þannig að ekkert mál er að innrita sig þegar hentar best. AuðveIt er að náIgast mig svo í síma eða skiIaboðum ef eitthvað kemur upp á. 

Ef þið mætið snemma á eyjuna þá er ekkert má að fá að geyma töskur og farangur í stofu fram að innritun kl 14:00. Eins eftir útritun kI 11:00 ef þið farið af eyjunni seinna um daginn. Þannig getið þið notið dagsins betur, án farangurs fram að brottför.

Verð: 

 

Öll verð eru aðgengileg með því að smella á bláa bókunarhnappinn sem leiðir inn á bókunarsíðu gistiheimilisins. Fylltu út dagsetningar, fjölda manns og slíkt til að fá verð þá daga sem þú óskar gistingar. Ef eitthvað vefst fyrir þér, ekki hika við að hringja til að fá nánari upplýsingar og verð. Besta verðið er ávallt að finna gegnum bókunarsíðuna. Lægra verð er utan álagstíma og Sunnu-Fimmtudag.

Íbúð

Tveggja herbergja íbúð með sérinngangi eru í boði til leigu í húsinu og hefur rúm fyrir 5 manns, eldhúskrók, eldhúsborð og stóla, flatskjá, ásamt baðherbergi með sturtu. Auka rúm og barnarúm eru möguleg. Þeir sem bóka íbúð eru einnig velkomin að nýta sér sól stofuna á efri hæð með útsýni yfir eyjuna til að borða saman.

Stóru helgar sumarsins 2024:

Bókanir fyrir Þjóðhátíð, Orkumót, Goslokahátíð, TM-mót fara fram gegnum email: info@arny.is 

* TM-mót: 1 herbergi Iaust. (uppfært 16.apríI 2024)

* Orkumót. Uppbókað.

* GosIokahátíð: Iaust. (Iosnaði óvænt 14.apríI 2024)

* Þjóðhátíð: Uppbókað. VeIkomið að senda emaiI fyrir biðIista.

* Stóru helgar sumarsins 2025: Sendu mér uppIýsingar á info@arny.is

Opnunartímar:

Gistiheimilið starfar að mestu frá 15.Apríl til uþb miðjan September. Aðra mánuði er hægt að bóka fyrir hópa eða að leigja herbergi á langtíma leiguverði yfir verarmánuðina. Hafið samband í síma eða sendið email um upplýsingar ef áhugi er á slíku.

Verið velkomin á Gistiheimilið Árný.

 

Ég heiti Guðjón Ólafsson, kallaður Gaui. 

Gistiheimilið Árný er staðsett í húsinu sem ég ólst upp í. Húsið var áður í eigu foreldra minna sem ráku gistiheimilið í tæpa tvo áratugi áður en þau hættu rekstri árið 2015. Ég opnaði svo aftur 2017. 

Markmið mitt er að bjóða upp á ánægjulega upplifun í fallegum herbergjum og veita góða þjónustu á meðan heimsókn þinni til eyja stendur til að þú takir hlýjar minningar með þér til baka.

Vestmannaeyjar eiga stórbrotna sögu í gegnum aldirnar og eyjaskeggjar eru stoltir af uppruna sínum. Eldgosið 1973 eru auðvitað stór atburður þar sem líf eyjamanna breyttist á svipstundu og innfæddir tala enn um "fyrir og eftir gos". Svo margt áhugavert og spennandi er að skoða í eyjum, náttúruna, mannlífið og söfn ásamt frábærum veitingarstöðum. Í stofunni hef ég sett saman ýmsar uppIýsingar um þjónustu í eyjum sem gott er að notast við tiI að fá sem mest úr dvöI ykkar í eyjum.

Bókunar reglur:

Innritun og brottför:  Innritun hefst kl 14:00 og brottför er fyrir kl 11 á morgnana.

Við bókun eru kreditkortaupplýsingar teknar niður en endurgreiðsla er allt fram að 3 dögum fyrir komudag.

Innan 3 daga er engin endurgreiðsla fyrir fyrstu bókuðu nótt. Ef viðkomandi mætir ekki er engin endurgreiðsla.

Ef bókað er frá öðrum bókunarvefum þá er stuðst við reglur þeirra um endurgreiðslu.

Börn og aukarúm:

Í hverju herbergi getur eitt barn, 3 ára og yngri, dvalið án greiðslu í þeim rúmum sem fyrir eru í herberginu.

2000 kr gjald er fyrir barnarúm með sæng og sængurveri óháð lengd dvalar. 

Fyrir einn einstakling 12 ára eða eldri er innheimt 3500kr á nótt í aukarúmi.

Fyrir eitt barn 11 ára og yngri er innheimt 3500kr á nótt í aukarúmi.

Aukarúm eða ungbarnarúm eru möguleg í flestum herbergjum og er hámarksfjöldi eitt.

Allar gerðir aukarúma eða barnarúma eru afgreiddar eftir beiðni og þurfa að vera staðfestar af gistiheimilinu.

Viðbætur reiknast ekki sjálfkrafa inn í heildarverð í bókunarkerfi og greiðast aukalega.

TM mótið, Orkumótið, Þjóðhátíð, Puffin Run & hópbókanir:

Strangari bókunarreglur gilda fyrir þessar dagsetningar. Greiðsla fer fram við bókun og er 90% endurgreiðslu allt fram að 30 daga fyrir áætlaða komu. Innan 30 daga er engin endurgreiðsla en sjálfsagt að finna staðgengil í bókunina með samþykki gistiheimilisins. Bókanir fara fram gegnum síma (690 9998) eða info@arny.is.

Stofan/sólhús er lokað þessa daga (nema Puffin Run) og því aðeins skertari almenningsrými yfir mótin/þjóðhátíðina.

 

bottom of page